Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. nóvember 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Sandefjord og Stjarnan í viðræðum um Hólmbert
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Sandefjord lagði í siðustu viku fram tilboð í Hólmbert Aron Friðjónsson eftir að hann skoðaði aðstæður hjá félaginu fyrr í mánuðinum.

Stjarnan hefur svarað tilboðinu og von er á að viðræður milli félaganna haldi áfram næstu dagana. Þetta staðfesti Victor Ingi Olsen starfsmaður Stjörnunnar í samtali við Fótbolta.net.

Hinn 24 ára gamli Hólmbert skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Hólmbert kom til Stjörnunnar frá KR í fyrra. Þá er hann fyrrum leikmaður Bröndby auk þess sem hann var í herbúðum Celtic í Skotlandi. Hann varð bikarmeistari með Fram 2013 en er uppalinn hjá HK.

Sandefjord er í 10. sæti í norsku úrvalsdeildinni þegar tvær umfeðir eru eftir.

Ingvar Jónsson, fyrrum markvörður Stjörnunnar, spilar með Sandefjord en fyrir helgi samdi Emil Pálsson, miðjumaður FH, við félagið. Emil gengur í raðir Sandefjord um áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner