þri 14. nóvember 2017 05:55
Elvar Geir Magnússon
Undankeppni HM í dag - Írar eða Danir á HM?
Shane Long, leikmaður Írlands, í barattu við Birki Má Sævarsson í vináttulandsleik Íra og Íslands fyrr á þessu ári.
Shane Long, leikmaður Írlands, í barattu við Birki Má Sævarsson í vináttulandsleik Íra og Íslands fyrr á þessu ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írland og Danmörk mætast í seinni leik sínum í umspili fyrir HM í kvöld. Leikurinn fer fram í Dyflinni en fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli í gæðalitlum leik á Parken.

Annað þessara liða veitir Íslandi félagsskap á HM í Rússlandi á næsta ári en ljóst er að markajafntefli mun koma Dönum áfram.

Danir eru sjö stigum fyrir ofan Írland á heimslistanum en Darren Randolph, markvörður Íra, kom í veg fyrir að þeir næðu að skora í fyrri leiknum í Kaupmannahöfn.

Írar endurheimta David Meyler, leikmann Hull, úr leikbanni.

Umspil fyrir HM:
19:45 Írland - Danmörk (Stöð 2 Sport 2)
(Fyrri leikurinn endaði 0-0)

Sjá einnig:
Schmeichel líkir Parken við völl í D-deild Englands
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner