Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   þri 14. nóvember 2017 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar: Búinn að bíða rosalega lengi eftir þessu
Icelandair
Viðar fagnar hér marki sínu.
Viðar fagnar hér marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var búinn að bíða rosalega lengi eftir þessu," sagði framherjinn Viðar Örn Kjartansson eftir 1-1 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í Doha í dag.

Viðar skoraði mark Íslands í leiknum en þetta var hans annað landsliðsmark í sextán leikjum.

„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er að ég skoraði og sjálfstraustið hækkar vonandi með lansliðinu, það hefur verið svolítið niðri eins og hefur sést."

„Það er samt ekki jafn gaman að skora þegar leikurinn er ekki svo góður og sérstaklega þegar við vinnum ekki."

Lestu um leikinn: Katar 1 -  1 Ísland

Viðar fór af velli í hálfleik, en hann segir að það hafi verið tekin ákvörðun með það fyrir leikinn.

„Það var ákveðið að ég yrði í fyrri og Kjarri (Kjartan Henry) í seinni."

Þetta var ekki besti leikur Íslands frá upphafi.

„Það er eiginlega ekkert jákvætt við þennan leik. Það hefði að vísu verið betra að vinna leikinn og þá hefðum við getað gleymt honum. Við fórum ekki eftir skipulaginu."

„Við erum miklu betri en þetta."

Nú fer Viðar aftur til Ísrael þar sem hann spilar með Maccabi Tel Aviv.

„Það er Ísrael í fyrramálið með millilendingu í Jórdaníu. Það verður eitthvað nýtt og skemmtilegt," sagði Viðar léttur.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner