Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 14. nóvember 2017 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar: Búinn að bíða rosalega lengi eftir þessu
Icelandair
Viðar fagnar hér marki sínu.
Viðar fagnar hér marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var búinn að bíða rosalega lengi eftir þessu," sagði framherjinn Viðar Örn Kjartansson eftir 1-1 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í Doha í dag.

Viðar skoraði mark Íslands í leiknum en þetta var hans annað landsliðsmark í sextán leikjum.

„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er að ég skoraði og sjálfstraustið hækkar vonandi með lansliðinu, það hefur verið svolítið niðri eins og hefur sést."

„Það er samt ekki jafn gaman að skora þegar leikurinn er ekki svo góður og sérstaklega þegar við vinnum ekki."

Lestu um leikinn: Katar 1 -  1 Ísland

Viðar fór af velli í hálfleik, en hann segir að það hafi verið tekin ákvörðun með það fyrir leikinn.

„Það var ákveðið að ég yrði í fyrri og Kjarri (Kjartan Henry) í seinni."

Þetta var ekki besti leikur Íslands frá upphafi.

„Það er eiginlega ekkert jákvætt við þennan leik. Það hefði að vísu verið betra að vinna leikinn og þá hefðum við getað gleymt honum. Við fórum ekki eftir skipulaginu."

„Við erum miklu betri en þetta."

Nú fer Viðar aftur til Ísrael þar sem hann spilar með Maccabi Tel Aviv.

„Það er Ísrael í fyrramálið með millilendingu í Jórdaníu. Það verður eitthvað nýtt og skemmtilegt," sagði Viðar léttur.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner