„Ég var búinn að bíða rosalega lengi eftir þessu," sagði framherjinn Viðar Örn Kjartansson eftir 1-1 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í Doha í dag.
Viðar skoraði mark Íslands í leiknum en þetta var hans annað landsliðsmark í sextán leikjum.
„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er að ég skoraði og sjálfstraustið hækkar vonandi með lansliðinu, það hefur verið svolítið niðri eins og hefur sést."
„Það er samt ekki jafn gaman að skora þegar leikurinn er ekki svo góður og sérstaklega þegar við vinnum ekki."
Viðar skoraði mark Íslands í leiknum en þetta var hans annað landsliðsmark í sextán leikjum.
„Það sem ég tek jákvætt úr þessum leik er að ég skoraði og sjálfstraustið hækkar vonandi með lansliðinu, það hefur verið svolítið niðri eins og hefur sést."
„Það er samt ekki jafn gaman að skora þegar leikurinn er ekki svo góður og sérstaklega þegar við vinnum ekki."
Lestu um leikinn: Katar 1 - 1 Ísland
Viðar fór af velli í hálfleik, en hann segir að það hafi verið tekin ákvörðun með það fyrir leikinn.
„Það var ákveðið að ég yrði í fyrri og Kjarri (Kjartan Henry) í seinni."
Þetta var ekki besti leikur Íslands frá upphafi.
„Það er eiginlega ekkert jákvætt við þennan leik. Það hefði að vísu verið betra að vinna leikinn og þá hefðum við getað gleymt honum. Við fórum ekki eftir skipulaginu."
„Við erum miklu betri en þetta."
Nú fer Viðar aftur til Ísrael þar sem hann spilar með Maccabi Tel Aviv.
„Það er Ísrael í fyrramálið með millilendingu í Jórdaníu. Það verður eitthvað nýtt og skemmtilegt," sagði Viðar léttur.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir