banner
   þri 14. nóvember 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Watford vill ekki missa Silva til Everton
Mynd: Getty Images
Watford er búið að hafna beiðni frá Everton sem vill ráða Marco Silva til að taka við félaginu eftir brottrekstur Ronald Koeman í október.

Everton hefur verið að skoða að ráða Sam Allardyce eða Sean Dyche en er Silva efstur á blaði.

Silva virðist gera fátt rangt í enska boltanum og hefur byrjað mjög vel hjá Watford. Félagið er í efri hluta deildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð.

Independent heldur því fram að Silva hafi áhuga á að taka við Everton, en aðeins ef félögin komast að samkomulagi um kaupverð, enda er ekkert riftunarákvæði í samningi stjórans.

Silva var nálægt því að bjarga Hull City frá falli í fyrra og vill Watford ekki missa stjórann á miðju tímabili nema fyrir væna fúlgu fjárs.
Athugasemdir
banner
banner