Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ástralar hafa rætt við Luiz Felipe Scolari
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Ástralíu hefur rætt við Luiz Felipe Scolari um að stýra landsliði þjóðarinnar á HM næsta sumar.

Scolari þekkir landsliðsþjálfarabransann vel. Hann er fyrrum landsliðsþjálfari Brasilíu og Portúgal. Hinn 69 ára gamli Scolari þjálfari síðast Guangzhou Evergrande í Kína.

Scolari stýrði Brasilíu á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Brasilíu árið 2014. Þar fór hann með sína heimaþjóð alla leið í undanúrslit þar sem 7-1 tap gegn verðandi heimsmeisturum Þýskalands var niðurstaðan.

Nokkur landsliðsstörf eru á lausu og Scolari hefur fengið nokkrar fyrirspurnir, frá Sádí-Arabíu, Síle og Katar þar á meðal.

Hann er áhugasamur um starfið í Ástralíu.

„Ég er einn af þeim sem þeir hafa rætt við," sagði Scolari við Sky Sports. „Þeir geta örugglega ráðið einhvern í febrúar. Ef þeir hafa áhuga þá hringja þeir í umboðsmann minn og við ræðum málin. Ég hef áhuga,"

Sjá einnig:
Hættur með Ástralíu sex dögum eftir að HM sætið var tryggt
Athugasemdir
banner
banner
banner