fim 14. desember 2017 20:33
Ingólfur Stefánsson
Breiðablik er Bose meistari 2017
Bose móts meistarar Breiðabliks 2017.
Bose móts meistarar Breiðabliks 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
1-0 Arnþór Ari Atlason ('32)
2-0 Gísli Eyjólfsson ('41)

Breiðablik er Bose móts meistari 2017 eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Fífunni í kvöld.

Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir eftir hálftíma leik. Hann átti þá hnitmiðaðan skalla frá vítateigsendanum framhjá Haraldi Björnssyni sem kom út úr markinu og boltinn lak í bláhornið.

Tíu mínútum síðar bættu blikar við marki. Jonathan Hendrickx fór illa með varnarmann á hægri kantinum, sendi fyrir markið þar sem Gísli Eyjólfsson kom á ferðinni og kláraði færið vel.

Guðmundur Böðvar Guðjónsson sem lék með ÍA í sumar var með Breiðabliki í kvöld en hann þekkir vel til Ágústar Gylfasonar þjálfara liðsins því hann lék undir hans stjórn hjá Fjölni.

Bose mótið 2017
1. Breiðablik
2. Stjarnan
3. ‎ Víkingur R.
4. ‎ Fjölnir
5. ‎ KR
6. ‎ FH
Athugasemdir
banner
banner
banner