Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. desember 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crouch ákvað að klessa frekar á Kuyt en Alonso
Crouch er fyrrum leikmaður Liverpool.
Crouch er fyrrum leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Peter Crouch hefur deilt skemmtilegri sögu sem átti sér stað fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2007. Liverpool átti þá að mæta AC Milan á Ólympíuleikvanginum í Aþenu.

Viku fyrir leikinn ákvað Rafa Benitez, þáverandi stjóri Liverpool, að fara með liðið í æfingabúðir í Portúgal.

Þar ákvað liðið að skella sér í go-kart. Crouch lenti í vandræðum með kerruna sína og klessti á liðsfélaga sinn.

„Ég ætlaði mér að bremsa en bremsurnar virkuðu ekki," sagði Crouch, sem leikur í dag með Stoke, um atvikið.

„Ég sá (Xabi) Alonso og (Dirk) Kuyt fyrir framan mig og ég hugsaði með mér hver væri verðmætari? Þannig að ég klessti á Kuyt, sem betur fer hoppaði upp."

„Þetta var nokkuð hættulegt, en ég get hlegið að þessu núna þar sem enginn meiddist við þetta."

Kuyt meiddist ekki en Liverpool tapaði þó leiknum 2-1. AC Milan náði að hefna fyrir tapið ótrúlega tveimur árum áður.



Athugasemdir
banner
banner
banner