Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. desember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færi í taugarnar á Iniesta ef Neymar færi til Real
Neymar og Iniesta voru liðsfélagar hjá Barcelona.
Neymar og Iniesta voru liðsfélagar hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Það færi í taugarnar á Andres Iniesta, fyrirliða Barcelona, ef Brasilíumaðurinn Neymar myndi ganga í raðir Real Madrid.

Neymar yfirgaf Barcelona í sumar og fór til Paris Saint-Germain fyrir tæpar 200 milljónir punda.

Neymar hefur verið mikið í fréttunum frá því hann fór til Parísar. Til að mynda hefur verið fjallað um slæmt samband hans við stjórann, Unai Emery og sóknarmanninn Edinson Cavani.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Spánar, ekki til Barcelona heldur Real Madrid.

„Allt getur gerst í fótbolta og ég myndi ekki útiloka það," sagði Iniesta aðspurður út í möguleikann á að Neymar myndi leika með helstu erkifjendum Barcelona.

„Ef Neymar myndi fara til Real Madrid, þá myndi það fara í taugarnar á mér að því leyti að hann vinnur leiki upp á eigin spýtur og hann myndi styrkja erkifjendur okkar, en ég hef ekki áhyggjur."
Athugasemdir
banner
banner
banner