Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. desember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Howe: Lukaku átti að fá rautt
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, var ósáttur eftir 1-0 tapið gegn Manchester United í gær.

Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Howe vill meina að Lukaku hefði átt að fá rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks í gær.

Lukaku fékk gula spjaldið fyrir brot á Harry Arter á 43. mínútu en hann hafði fyrr í leiknum sloppið án spjalds þegar hann braut á Nathan Ake.

„Mér fannst fyrsta tækling hans verðskulda gult spjald. Hann fór mjög seint í Nathan," sagði Howe.

„Síðan átti hann að fá klárt gult spjald. Hann hefði ekki átt að vera inni á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner