Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 14. desember 2017 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Football 365 
Mourinho útskýrir hvers vegna Mkhitaryan kemst ekki í hóp
Mynd: Getty Images
Armeninn Henrikh Mkhitaryan er í kuldanum hjá Jose Mourinho, stjóra Manchester United. Hann fær ekki margar mínútur inn á fótboltavellinum þessa daganna.

Mkhitaryan var byrjunarliðsmaður í upphafi tímabils en hann fann ekki alveg taktinn og Mourinho kippti honum út.

Að undanförnu hefur Mkhitaryan ekki einu sinni komist í leikmannahópinn hjá United. Hann var ekki í hóp þegar Man Utd lagði Bournemouth að velli í gær.

En af hverju kemst hann ekki einu sinni í hóp?

„Ég get aðeins haft sex útileikmenn á bekknum og reyni að hafa jafnvægi á bekknum," segir Jose Mourinho um það.

„Ég var með tvo varnarmenn og (Daley) Blind sem getur spilað nokkrar stöður. Ég var með Ashley Young sem getur spilað á kantinum og sem bakvörður. Ég var með (Ander) Herrera sem miðjumann, Zlatan sem sóknarmann og Marcus (Rashford) sem annan sóknarmann og kantmann."

„Ég spilaði (Anthony) Martial, (Juan) Mata og (Jesse) Lingard í byrjunarliðinu. Ef ég á að vera með Mikhi í liðinu þýðir það að ég verði að sleppa einum þeirra og í augnablikinu eiga þeir skilið að spila," sagði Mourinho um málið.

Sjá einnig:
Mourinho gagnrýnir Mkhitaryan - Er hann á förum?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner