Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Myndband: Fyrsti dagur Kassim hjá Maribor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim Doumbia, fyrrum varnarmaður FH, skrifaði í gær undir þriggja ára samning hjá slóvenska félaginu Maribor.

Hinn 27 ára gamli Kassim er frá Malí en hann hefur leikið með FH undanfarin fjögur tímabil.

Maribor var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Liðið mætti Kassim og félögum í FH í undankeppninni og vann þá samtals 2-0 sigur í einvíginu.

Hér að neðan má sjá viðtal við Kassim um félagaskiptin og svipmyndir frá fyrsta degi hans hjá Maribor.

„Ég vonast til að geta hjálpað liðinu að verða meistari þannig að við getum spilað aftur í Meistaradeildinni á næsta ári," sagði Kassim.

„Ég er fjölskyldumaður og þegar ég er ekki að að spila fótbolta þá horfi ég á sjónvarpið þar sem ég horfi á bíómyndir. Ég drekk ekki og reyki ekki."


Athugasemdir
banner
banner
banner