Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. desember 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oliver Kahn: Sir Alex er enn reiður við mig
Kahn hafnaði Man Utd.
Kahn hafnaði Man Utd.
Mynd: Getty Images
Oliver Kahn, fyrrum markvörður og fyrirliði Bayern München, fékk tækifæri til að ganga í raðir Manchester United á sínum tíma, þegar Sir Alex Ferguson stýrði liðinu.

Kahn ákvað hins vegar ekki að færa sig um set. Hann lék með Karlsruher SC til 1994 en eftir það spilaði hann með Bayern München til 2008. Enginn markvörður hefur leikið fleiri leiki en Kahn í þýsku úrvalsdeildinni, hann á líka 86 landsleiki fyrir Þýskaland.

Kahn hefði þó verið til í að prófa eitthvað annað líka og hann hugsar en þann daginn í dag um Manchester United.

„Sir Alex Ferguson er enn reiður við mig í dag," sagði Kahn í samtali við þýska blaðið Bild.

„Hann hélt að ég myndi koma til Man Utd 2003 eða 2004, en ég hafði meiri áhuga á að vera hjá Bayern."

„Þegar ég lít til baka, þá hefði ég átt að taka stökkið þarna. Það hefði verið skemmtileg áskorun fyrir mig."

Sir Alex ákvað að fjárfesta í hollenskum markverði eftir að Kahn ákvað að koma ekki, sá heitir Edwin van der Sar.
Athugasemdir
banner
banner
banner