Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. desember 2017 23:00
Ingólfur Stefánsson
Pulisic slær met Donovan
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic miðjumaður Borussia Dortmund er yngsti leikmaður sögunnar til að vera valinn knattspyrnumaður ársins í Bandaríkjunum.

Þessi 19 ára gamli leikmaður sigraði kosninguna um knattspyrnumann ársins örugglega og fékk 94% atkvæða.

Þetta er í 34. skipti sem verðlaunin eru veitt en Landon Donovan var sá yngsti til að vinna þau þegar hann var 21 árs árið 2003.

„Þetta er mikill heiður og mig langar að þakka öllum þeim sem kusu mig. Ég gat ekki ímyndað mér að ég yrði í þessari stöðu. Ég er þakklátur öllum þeim sem hafa stutt mig og ég er spenntur fyrir framtíðinni," sagði Pulisic í viðtali við heimasíðu bandaríska knattspyrnusambandsins.

Athugasemdir
banner
banner