Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. desember 2017 21:00
Ingólfur Stefánsson
Rooney með bestu skotnýtinguna í stærstu deildum Evrópu
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney sóknarmaður Everton hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Everton og er nú með bestu skotnýtinguna í stærstu deildum Evrópu.

Rooney skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Everton á Newcastle á miðvikudagskvöld. Everton hafa verið á góðu skriði undanfarið eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Liðið hefur fengið 10 stig af 12 mögulegum úr síðustu fjórum leikjum sínum.

Skotnýting Rooney er 37,5% en hann hefur skorað 9 mörk úr 24 skotum á tímabilinu. Í öðru sæti er Radamel Falcao leikmaður Monaco með skotnýtinguna 33% en Falcao hefur skorað 14 mörk úr 42 skotum á tímabilinu.

Til viðbótar hefur Rooney skorað úr 33,3% af skotum sínum úr opnum leik. Þetta er hæsta skotnýting hans á ferli sínum en á síðasta tímabili sínu hjá Manchester United var skotnýtingin hans úr opnum leik sú versta á hans ferli, 6,1%.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner