banner
   fim 14. desember 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah leitaði aðstoðar hjá Drogba
Drogba og Salah voru saman hjá Chelsea.
Drogba og Salah voru saman hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Hann var keyptur til Liverpool frá Roma fyrir 34 milljónir punda síðastliðið sumar.

Salah er kantmaður en er þrátt fyrir það markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 13 mörk.

Þetta er ekki fyrsta dvöl Salah í ensku úrvalsdeildinni. Hann var á mála hjá Chelsea áður en hann hélt til Ítalíu og lék með Fiorentina og Roma þar sem hann fann taktinn.

Á meðan hann var á Ítalíu var Salah duglegur að senda SMS á sinn gamla liðsfélaga, Didier Drogba, til að fá góð ráð.

„Á sínum tíma sendi hann mér oft SMS og sagði: ‘Ég skora ekki og ég veit ekki af hverju’. Ég sagði við hann: ‘Þetta snýst bara um tíma og sjálfstraust’," sagði Drogba við BBC.

„Þegar þú hefur sjálfstraust, þá getur allt gerst og þú getur séð núna að hann er að skora mörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner