Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 14. desember 2017 20:30
Ingólfur Stefánsson
Heimild: L'Equipe 
Simeone segir að Griezmann verði betri í sóknarsinnuðu liði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er einn af eftirsóttustu leikmönnum Evrópu í dag og virðist sífellt líklegra að hann muni yfirgefa Atletico Madrid.

Diego Simeone þjálfari liðsins viðurkennir að Antoine Griezmann verði líklega enn betri hjá liði sem spilar meiri sóknarbolta en Atletico Madrid.

„Ef að Griezmann fer frá Atletico einn daginn og fer í sóknarsinnaðara lið verður hann mun betri," sagði Simeone í viðtali hjá L'Equipe.

„Ég elska leikmennina mína mikið og ég elska að þeir þroskist sem leikmenn. Ég er ekki vanþakklátur, ef leikmaður kemur til mín og segist vilja fara fyrir draumatækifæri sitt mun ég segja að það sé ekki vandamál ef hann hefur gefið allt sitt fyrir mig eins og Griezmann hefur gert."

„Auðvitað mun Griezmann fá að fara á einhverjum tímapunkti, rétt eins og Arda Turan og Diego Costa."

Simeone segir að Griezmann sé öðruvísi en aðrir heimsklassa framherjar.

„Hann er einn af þeim leikmönnum sem hafa bætt sig hvað mest síðan ég kom til Atletico. Hann þarf alvöru framherja fyrir framan sig, hann er ekki eins og Ronaldo og Messi, hann þarf annan leikmann til að skapa fyrir."


Athugasemdir
banner
banner
banner