fim 14. desember 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Stjarnan slítur viðræðum við Sandefjord um Hólmbert
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur slitið samningaviðræðum við norska félagið Sandefjord varðandi Hólmbert Aron Friðjónsson. Of langt bar
á milli í viðræðum félaganna en þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum.

Hólmbert og Emil Pálsson skoðuðu aðstæður hjá Sandefjord í nóvember. Emil samdi við Sandefjord en samningur hans hjá FH var að renna út.

Sandefjord vildi einnig fá Hólmbert í sínar raðir og hóf viðræður við félagið þess efnis. Þær viðræður fara ekki lengra því Stjarnan hefur ákveðið að slíta þeim þar sem samkomulag var ekki í sjónmáli.

Hinn 24 ára gamli Hólmbert skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Hólmbert kom til Stjörnunnar frá KR í fyrra. Þá er hann fyrrum leikmaður Bröndby auk þess sem hann var í herbúðum Celtic í Skotlandi. Hann varð bikarmeistari með Fram 2013 en er uppalinn hjá HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner