Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. desember 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam: Gott að Gylfi sé vonsvikinn
Gylfi hefur skorað tvö deildarmörk fyrir Everton.
Gylfi hefur skorað tvö deildarmörk fyrir Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton þegar liðið vann 1-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi virðist vera að finna taktinn eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Hjá Liverpool Echo var hann valinn maður leiksins í gær með 8 í einkunn og hjá Sky Sports fékk hann 7.

Gylfi var nálægt því að skora sitt þriðja deildarmark fyrir Everton í gær en inn fór boltinn ekki.

Eftir leik hafði Sam Allardyce, stjóri Everton, þetta að segja um Gylfa: „Ég held að Gylfi sé vonsvikinn að hann hafi ekki skorað í kvöld, sem er gott."

„Hann er að koma sér í réttar stöður og við vitum allir hversu góður hann er í því að skora mörk. Við sáum það gegn Huddersfield," sagði Stóri Sam.



Athugasemdir
banner
banner
banner