fim 14. desember 2017 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja upp ástæður fyrir því að Napoli eigi að kaupa Albert Guðmunds
Albert er fyrirliði U-21 landsliðs Íslands.
Albert er fyrirliði U-21 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert knúsar hér föður sinn, Guðmund Benediktsson.
Albert knúsar hér föður sinn, Guðmund Benediktsson.
Mynd: Raggi Óla
Vefsíðan Calcio Napoli 24 fjallar ítarlega um allt sem tengist fótboltaliðinu Napoli.

Napoli er eitt sterkasta lið Ítalíu og hefur komist í fréttirnar að undanförnu fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta.

Í dag birtir ofangreind vefsíða athyglisverða frétt sem ber titilinn „5 ástæður fyrir því að Napoli á að kaupa ... Albert Guðmundsson: ungan leiðtoga ísmannanna".

Vefsíðan tekur fyrir einn leikmann á hverjum fimmtudegi sem gæti hjálpað Napoli og í dag er það Albert Guðmundsson, leikmaður PSV og fyrirliði U21 árs lið Íslands.

Í fréttinni er bent á það að faðir hans og afi hafi báðir verið knattspyrnumenn. Faðir hans er Guðmundur Benediktsson og langafi hans og alnafni, Albert Guðmundsson, var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í fótbolta. Hann lék meðal annars Val, Rangers, Arsenal og AC Milan á leikmannaferli sínum.

Hérna eru 5 ástæðurnar fyrir því að Napoli eigi að kaupa Albert:

1) Aldur. Albert er bara tvítugur og á eftir að taka miklum framförum.

2) Tölfræði. Á tímabilinu hefur hann skorað fjögur mörk og lagt upp eitt með Jong PSV. Með aðalliðinu hefur hann spilað þrjá leiki, fimm mínútur og lagt upp eitt mark. Á síðasta tímabili skoraði hann 18 mörk og lagði upp fjögur fyrir varalið PSV.

3) Verð. Albert rennur út á samningi hjá PSV sumarið 2019. Næsta sumar mun hann aðeins eiga ár eftir af samningi sínum. Það gæti auðveldað félaginu að krækja í hann.

4) Góður með boltann. Það er erfitt að giska hvað hann ætlar að gera þegar hann er með boltann. Hann er góður á báðum fótum. Hann getur farið illa með andstæðinga sína, hann er fljótur og líka sterkur miðað við hæð.

5) Leiðtogahæfileikar. Hann er sterkur karakter og er fyrirliði U21 landsliðs Íslands. Hann gæti farið á HM í Rússlandi næsta sumar og sprungið þar út.

Albert hefur fengið fá tækifæri með aðalliði PSV á tímabilinu. Hann er einn af þeim sem gera tilkall í að fara á HM með Íslandi næsta sumar og það er því spurning hvort hann reyni að komast í annað lið í janúar, þá líklega á lánssamningi.

Sjá einnig:
Holland: Albert fær fá tækifæri hjá PSV


Athugasemdir
banner
banner
banner