Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Warnock ákærður - „Algjör hörmung"
Neil Warnock.
Neil Warnock.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér ákæru á hendur Neil Warnock, stjóra Cardiff City.

Warnock hegðaði sér illa á hliðarlínunni gegn Reading á mánudagskvöld og var sendur upp í stúku. Þegar Warnock var sendur upp í stúku var staðan 2-0 fyrir Reading, en Cardiff gekk betur án Warnock og náði að jafna í 2-2.

Hinn 69 ára gamli Warnock var sendur upp í stúku á 78. mínútu.

Eftir leikinn sagði ósáttur Warnock: „Ég sagði ekki neitt slæmt, ekkert. Þetta var algjör hörmung."

Hann hefur fram á morgundag til að svara ákærunni.

Aron Einar Gunnarsson leikur undir stjórn Warnock hjá Cardiff. Aron hefur misst af síðustu leikjum Cardiff vegna ökklameiðsla og gæti verið á leiðinni í aðgerð á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner