Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
banner
   fim 15. janúar 2015 21:34
Daníel Freyr Jónsson
Óli Jó: Tökum góðan leikmann ef hann býðst
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsara, var að vonum ánægður með 4-0 sigur liðsins á Víkingum á Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Valur hefur farið afar vel af stað á mótinu og er með markatöluna 13-1 eftir einungis tvo leiki.

,,Fínn leikur hjá okkur í kvöld, ánægður með það," sagði Ólafur eftir leikinn.

,,Við vorum frískir í dag. Mér líst ágætlega á þetta, að hefur ekkert breyst í þessu. Bara mjög gaman, ánægður með það."

Ólafur tók við stjórnartaumunum hjá Val í vetur og er hann ánægður með að vera komin aftur í boltann. Segist hann ætla að bæta við hópinn fyrir sumarið.

,,Já ég neita því ekki, það er mjög gaman. Hópurinn lítur ágætlega út en auðvitað erum við að leita af styrkingu hér og þar og það gengur hægt og rólega."

,,Ég bæti eitthvað við mig, ég veit ekki hvað það verður mikið. Ef það býðst góður leikmaður erum við tilbúnir að taka hann."
Athugasemdir
banner
banner