Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 15. janúar 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Blikar mæta Ólsurum í beinni
Ólafsvíkingar mæta Blikum í Fótbolta.net mótinu.
Ólafsvíkingar mæta Blikum í Fótbolta.net mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH á leik við ÍA.
FH á leik við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur og KR mætast í Reykjavíkurmóti kvenna um helgina.
Valur og KR mætast í Reykjavíkurmóti kvenna um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það verður keppt í fimm mótum á íslenska undirbúningstímabilinu þessa helgina.

Fótbolta.net mótið er farið kröftuglega af stað og verður leikið í því alla helgina, en þá eru Reykjavíkurmót karla og kvenna farin af stað ásamt Faxaflóamóti kvenna og Kjarnafæðismótinu á Norðurlandi.

Stærstu leikir helgarinnar eru óneitanlega í Fótbolta.net mótinu, þar sem viðureign Breiðabliks og Víkings frá Ólafsvík verður sýnd beint á SportTV.is.

Þá á ÍA leik við FH og ÍBV mætir Stjörnunni í stærstu leikjum Fótbolta.net mótsins.

Valur mætir Fram og Fylkir á leik við Leikni R. í Reykjavíkurmóti karla, á meðan Valur á leik við KR í Reykjavíkurmóti kvenna.

FH mætir Selfossi á Faxaflóamóti kvenna, þar sem Stjarnan á einnig leik við Aftureldingu og Grindavík mætir Keflavík í nágrannaslag.

Föstudagur 15. janúar
Fótbolta.net mótið - B deild - Riðill 1
20:20 Keflavík-Huginn/Höttur/Leiknir (Reykjaneshöllin)

Reykjavíkurmót karla B-riðill
19:00 Valur-Fram (Egilshöll)
21:00 Fjölnir-Þróttur R. (Egilshöll)

Faxaflóamót kvenna - Riðill B
19:30 Víkingur Ó.-Álftanes (Bessastaðavöllur)

Kjarnafæðismótið B-riðill
21:00 Dalvík/Reynir-Þór (Boginn)


Laugardagur 16. janúar
Fótbolta.net mótið - A deild - Riðill 1
11:00 ÍA-FH (Akraneshöllin)

Fótbolta.net mótið - A deild - Riðill 2
11:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Fífan - Beint á SportTV.is)

Fótbolta.net mótið - B deild - Riðill 1
16:00 Haukar-Grótta (Reykjaneshöllin)

Fótbolta.net mótið - B deild - Riðill 2
13:15 HK-Afturelding (Kórinn)
14:00 Grindavík-Selfoss (Reykjaneshöllin)

Reykjavíkurmót kvenna - Riðill A
15:30 Fram-HK/Víkingur (Egilshöll)
17:30 Fylkir-Þróttur R. (Egilshöll)

Reykjavíkurmót kvenna - Riðill B
13:30 Fjölnir-ÍR (Egilshöll)

Faxaflóamót kvenna - Riðill A
13:00 ÍA-Breiðablik (Akraneshöllin)

Kjarnafæðismótið A-riðill
15:00 KA-Þór 2 (Boginn)


Sunnudagur 17. janúar
Fótbolta.net mótið - A deild - Riðill 2
12:45 ÍBV-Stjarnan (Kórinn)

Reykjavíkurmót karla A-riðill
18:15 Fylkir-Leiknir R. (Egilshöll)

Reykjavíkurmót kvenna - Riðill B
16:15 Valur-KR (Egilshöll)

Faxaflóamót kvenna - Riðill A
16:00 FH-Selfoss (Schenkervöllurinn)
16:00 Stjarnan-Afturelding (Kórinn)

Faxaflóamót kvenna - Riðill B
16:00 Grindavík-Keflavík (Grindavíkurvöllur)
16:00 Skínandi-Hvíti riddarinn (Samsung völlurinn)

Kjarnafæðismótið B-riðill
15:00 KA 2-KF (Boginn)
17:00 Magni-Dalvík/Reynir (Boginn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner