Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. janúar 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Anna Rakel valin íþróttamaður KA árið 2017
Anna Rakel Pétursdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótboltakonan Anna Rakel Pétursdóttir var í gær valin íþróttamaður KA fyrir árið 2017. Tilkynnt var um valið á 90 ára afmælishátið KA sem fór fram í KA heimilinu á Akureyri í gær.

Anna Rakel varð Íslandsmeistari með Þór/KA á árinu og var valin í A-landsliðshóp Íslands í fyrsta skipti. Hún á þó enn eftir að spila leik með A-landsliðinu.

Hún var einn af lykilmönnum í Íslandsmeistaraliði Þór/KA síðasta sumar. Anna Rakel spilaði alla leiki liðsins sem vinstri vængbakvörður í leikkerfinu 3-4-3. Frammistaða hennar í þeirri stöðu gerði það að verkum að hún var valin í lið ársins í Pepsi deild kvenna hér á Fótbolti.net.

Í umsögn frá knattspyrnudeild KA sem tilnefndi Önnu Rakeli sem íþróttamann ársins hjá félaginu segir:

Anna Rakel er mikill KA-maður, góður liðsmaður og öflugur íþróttamaður sem átti frábært ár og er því vel að því komin að vera kandidat fyrir hönd knattspyrnudeildar í vali á Íþróttamanni KA 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner