Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Atli Eðvalds látinn fara frá Kristianstad (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morgunblaðið greinir frá því að Atli Eðvaldsson hafi verið látinn fara frá sænska félaginu Kristianstad.

Kristianstad er búið að ráða Serdar Dayat sem þjálfara og stýrði hann fyrstu æfingu liðsins á nýju ári.

Atli, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og þjálfari Íslands, tók við Kristianstad þegar sjö umferðir voru eftir af síðasta tímabili. Félagið vann fimm af sjö leikjum undir hans stjórn.

„Atli kom félaginu til hjálpar á erfiðum tímum í haust og þetta var afar erfið ákvörðun," sagði Lars Åkerman, talsmaður félagsins.

Lars sagði jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið um störf Atla meðal leikmanna og stjórnarmanna og ekki ríkti nægilegt traust til að hann héldi áfram með félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner