Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 23:59
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang fer fram á sölu
Aubameyang með þýska bikarinn.
Aubameyang með þýska bikarinn.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmaður Borussia Dortmund, hefur farið fram á sölu samkvæmt nýjustu fréttum.

Talað hefur verið um að Arsenal sé bjartsýnt á að krækja í leikmanninn sem lék ekki síðasta leik Dortmund þar sem hann var í agabanni.

Alexis Sanchez er á förum frá Arsenal og félagið vill fá Aubameyang í hans stað.

Þýska blaðið Bild segir að Aubameyang hafi sett beiðni um að vera seldur á borðið hjá yfirmönnum Dortmund.

Líklegt er talið að Sanchez muni ganga í raðir United í þessari viku. Arsenal vill ganga frá sölunni sem fyrst svo félagið geti einbeitt sér að því að fá leikmann í staðinn.

Bild segir að Dortmund vilji fá 60 milljónir punda fyrir Aubameyang en Arsenal er ekki tilbúið að borga það mikið. Arsenal hefur einnig áhuga á að fá Brasilíumanninn Malcom frá Bordeaux.
Athugasemdir
banner
banner
banner