Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 16:52
Elvar Geir Magnússon
Balague: Arsenal bjartsýnt á að geta fengið Aubameyang í janúar
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Fótboltasérfræðingurinn Guillem Balague segir að Arsenal sé bjartsýnt á að geta krækt í Pierre-Emerick Aubameyang frá Borussia Dortmund á 53,4 milljónir punda í janúarglugganum.

Hann segir að Aubameyang sé fyrsti kostur ef Alexis Sanchez yfirgefur Arsenal.

Þessi 28 ára framherji frá Gabon var ekki í leikmannahópi Dortmund gegn Wolfsburg í gær vegna agavandamála.

Aubameyang mætti ekki á liðsfund á sunnudaginn og var því skilinn eftir utan hóps.

Balague segir að fleiri félög vilji fá leikmanninn en Arsenal sé fremst í kapphlaupinu eins og staðan er.

„Arsenal gerir sér grein fyrir því að það gæti tekið sinn tíma að landa Aubameyang en félagið telur að hann yrði fullkominn í að fylla skarð Alexis. Það er allt kapp lagt á að fá hann," segir Balague.

„Aubameyang vill fara til Arsenal en Dortmund ræður ferðinni. Arsenal er að horfa til fleiri leikmanna til að styrkja lið sitt. Eins og sást um helgina er þörf á."

Aubameyang hefur skorað 21 mark í 23 leikjum fyrir Dortmund í öllum keppnum á þessu tímabili.

Samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur Aubameyang ekki farið fram á sölu frá Dortmund en sagt er að einhverjir af liðsfélögum hans séu orðnir fullsaddir af hegðun hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner