banner
   mán 15. janúar 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Björn Berg og Hákon Ívar framlengja við Grindavík
Björn Berg Bryde í baráttunni.
Björn Berg Bryde í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Berg Bryde og Hákon Ívar Ólafsson hafa báðir skrifað undir nýja samninga við Grindavík fyrir komandi tímabil.

Björn Berg er miðvörður sem kom til Grindavíkur frá FH fyrir sumarið 2012.

Hinn 25 ára gamli Björn hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Grindavík en hann spilaði sextán leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.

Hákon Ívar er 22 ára gamall kantmaður sem spilaði níu leiki í Pepsi-deildinni í fyrra.

Hákon er uppalinn hjá Grindavík en hann var í láni hjá Haukum árið 2016.

Grindavík hóf leik í Fótbolta.net mótinu í gær með 1-1 jafntefli gegn FH. Næsti leikur liðsins er gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni á miðvikudag klukkan 17:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner