Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. janúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Bruce og stuðningsmenn Aston Villa hrósa Birki í hástert
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk mjög mikið hrós eftir frammistöðu sína í 1-0 sigri Aston Villa á Nottingham Forest í Championship deildinni á laugardaginn.

Birkir kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Glenn Whelan meiddist. Birkir hjálpaði Aston Villa að vinna 1-0 sigur en hann spilaði aftarlega á miðjunni.

Birkir hefur ekki átt fast sæti í liði Aston Villa í vetur og hefur að undanförnu verið orðaður við félög á Ítalíu. Steve Bruce, stjóri Villa, hrósaði Birki mikið eftir leik og staða hans hjá félaginu gæti nú breyst.

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Við vildum gera tilraun með því að sjá hann spila þarna og hann sannaði að hann getur það," sagði Bruce.

„Ég var ánægður fyrir hans hönd því að þetta hefur ekki gengið eins vel hjá honum og við höfum viljað síðan hann kom. Svona frammistöðu gerir honum mjög gott."

Stuðningsmenn Aston Villa kepptust einnig við að hrósa Birki á Twitter eins og sjá má hér að neðan.












Athugasemdir
banner
banner
banner
banner