Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 15. janúar 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
Fjöldi frétta úr herbúðum Arsenal
Powerade
Fer Mkhitaryan til Arsenal?
Fer Mkhitaryan til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Lucas Moura vill fara í enska boltann.
Lucas Moura vill fara í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan mánudag. Það er sérlega hollt að lesa slúðurpakkann á mánudögum. BBC tók saman.

Pierre-Emerick Aubameyang (28), sóknarmaður Dortmund, vill fara í ensku úrvalsdeildina og Arsenal er tilbúið að gera hann að launahæsta leikmanni félagsins. (Lee Price)

Arsenal hefur áhuga á því að fá armenska miðjumanninn Henrikh Mkhitaryan (28) frá Manchester United sem hluta af samkomulaginu um sölu á Alexis Sanchez (29) á Old Trafford. (Guardian)

Manchester United lét áhuga sinn á Alexis Sanchez fyrst í ljós síðasta sumar. (Star)

Manchester City hefur dregið sig út úr baráttunni um Sanchez út af launakröfum leikmannsins og þeirrar upphæðar sem umboðsmaður hans vill fá. (Goal)

Arsenal talaði við sóknarmiðjumanninn Malcom (20), hjá Bordeaux, í gær og er búist við því að félagið borgi 40 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn. (Guardian)

Arsenal og Chelsea hafa áhuga á brasilíska framherjanum Richarlison (20) hjá Watford. (Sun)

Swansea mun gera 25 milljóna punda mettilboð í Kevin Gameiro (30), sóknarmann Atletico Madrid, en fær samkeppni frá Fenerbahce í Tyrklandi. (Sun)

Paul Lambert (48), fyrrum stjóri Norwich, Aston Villa, Blackburn og Wolves, kemur til greina sem næsti stjóri Stoke. (Mail)

Chelsea vill bæta við sig sóknarmanni í janúar. Möguleiki er að félagið fá Andy Carroll (29) lánaðan frá West Ham. (Telegraph)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, útilokar ekki að taka við ítalska landsliðinu aftur ef hann yfirgefur Stamford Bridge í lok tímabilsins. (Express)

Manchester United er tilbúið að bjóða spænska markverðinum David de Gea (27) nýjan samning sem mun halda honum hjá félaginu út feril hans. (Mirror)

Lucas Moura (25), miðjumaður Paris St-Germain, hefur verið orðaður við Manchester United. Hann segist vera á förum frá París því hann vilji spila í ensku deildinni. (Express)

Crystal Palace vonast til að ganga frá 15 milljóna punda samkomulagi við Fiorentina um senegalska sóknarmanninn Khouma Babacar. (Guardian)

Ernirnir eru einnig í viðræðum um kaup á pólska markverðinum Bartosz Bialkowski (30) hjá Ipswich. Championship liðið vill fá meira en fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sun)

Borussia Dortmund er nálægt því að fá svissneska miðvörðinn Manuel Akanji (22) frá Basel. (Ruhr Nachrichten)

Claude Puel, stjóri Leicester, segist ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að alsírski landsliðsmaðurinn Riyad Mahrez (26) sé á förum núna í janúar. (Leicester Mercury)

AC Milan segist ekki ætla að selja spænska sóknarmiðjumanninn Suso (24), jafnvel þó það kæmi 70 milljón punda tilboð. (AC Milan)

Saint-Etienne er í viðræðum um kaup á franska hægri bakverðinum Mathieu Debuchy (32) hjá Arsenal. (TF1)

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, segir að Theo Walcott (28) geti spilað allar fremstu stöðurnar hjá liðinu ef hann verður keyptur frá Arsenal. (Sun)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, hefur ítrekað þörf á því að styrkja leikmannahóp sinn í janúar. Liðið er í fallbaráttu. (Times)

Saido Berahino, framherji Stoke, mætti sólarhring of snemma í úrvalsdeildarleikinn gegn Manchester United. Hann hélt að leikurinn ætti að vera í gær. (Stoke Sentinel)

Louis van Gaal segist hafa hafnað landsliðsþjálfarastarfi Belgíu svo Manchester United þyrfti að halda áfram að borga honum laun. Hann segir að United hafi komið hræðilega illa fram við sig. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner