Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. janúar 2018 19:15
Elvar Geir Magnússon
Giggs hringdi í Sir Alex áður en hann tók við Wales
Giggs sæll og glaður í dag.
Giggs sæll og glaður í dag.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Wales og segist stefna á að koma liðinu á HM í fyrsta sinn síðan 1958.

Wales verður ekki með í Rússlandi næsta sumar en Giggs hyggst koma liðinu til Katar 2022.

Giggs hringdi í sinn gamla læriföður, Sir Alex Ferguson, áður en hann skrifaði undir samning við velska knattspyrnusambandið.

„Það hefði verið heimskulegt af mér að gera það ekki. Hann er einn besti knattspyrnustjóri sögunnar, ef ekki sá besti. Ég spjallaði við hann og mun aftur eiga samræður við hann, þá dýpri. Ég mun taka eitthvað frá þeim stjórum sem ég hef unnið með en ég er sjálfstæður einstaklingur," segir Giggs.

Einhverjir hafa gagnrýnt ráðninguna á Giggs.

„Ég er ekki á samfélagsmiðlum svo ég hef ekki séð mikla gagnrýni. Það er ein stoltasta stund lífs míns að fá að stýra Wales næstu fjögur árin."
Athugasemdir
banner