Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. janúar 2018 13:11
Elvar Geir Magnússon
Giggs tekur við Wales (Staðfest) - Ráðningin umdeild
Ryan Giggs er formlega orðinn landsliðsþjálfari Wales og gerði fjögurra ára samning.
Ryan Giggs er formlega orðinn landsliðsþjálfari Wales og gerði fjögurra ára samning.
Mynd: Getty Images
Giggs var aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Manchester United.
Giggs var aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Wales hefur staðfest ráðningu á Ryan Giggs sem nýjum landsliðsþjálfara. Hann tekur við af Chris Coleman

Giggs er 44 ára og hefur verið að leita að þjálfarastarfi.

„Ég hef spilað fyrir Wales og auglóslega er þetta eitt af þeim störfum sem ég vil," sagði Giggs í síðasta mánuði.

Þetta er hans fyrsta fasta starf sem knattspyrnustjóri en hann stýrði Manchester United þó í fjórum leikjum í lok tímabils 2013-14 eftir að David Moyes var rekinn.

Giggs lék 64 landsleiki fyrir Wales milli 1991 og 2007 en hann hefur ekki starfað við fótbolta í 18 mánuði, síðan hann hætti í þjálfarateymi Manchester United.

Þar með lauk langri dvöl hans hjá United, þar sem hann lék 963 leiki og skoraði 168 mörk.

Coleman var þjálfari Wales en hætti til að taka við Sunderland í nóvember. Hann hefur notið mestrar velgengni af öllum landsliðsþjálfurum Wales en hann kom liðinu í undanúrslit á EM 2016. Wales mistókst hinsvegar að komast á HM í Rússlandi.

Ráðningin á Ryan Giggs er umdeild meðal stuðningsmanna Wales þar sem hann gaf oft ekki kost á sér í landsleiki meðan hann spilaði, hann valdi sér leiki og var ekki hrifinn af vináttulandsleikjum.

„Mitt mat er að Giggs hafi snúið baki við þjóð sinni. Hann spilaði bara 64 landsleiki og lagði landsliðsskóna á hilluna sjö árum áður en hann lék sinn síðasta leik fyrir United. Ef hann hefði haldið áfram hefði hann getað hjálpað svo mörgum ungum leikmönnum að brjóta sér leið í gegn," sagði Tommie Collins, stuðningsmaður Wales, í viðtali í nóvember.

„Hann hefur ekki sýnt Wales neinn áhuga síðan hann hætti. Hann hætti að spila fyrir Wales en spilaði svo fyrir breska liðið á Ólympíuleikunum. Ég vil ekki sjá hann nálægt landsliðsþjálfarastarfinu. Hann er ekki rétti maðurinn miðað við hvernig hann hefur sjálfur komið fram við Wales."
Athugasemdir
banner
banner
banner