Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. janúar 2018 14:41
Magnús Már Einarsson
Rostov undirbýr annað tilboð í Hörð Björgvin
Hörður í baráttunni við Raheem Sterling í leiknum gegn Manchester City í síðustu viku.
Hörður í baráttunni við Raheem Sterling í leiknum gegn Manchester City í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið FC Rostov ætlar að gera aðra tilraun til að fá íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon í sínar raðir. Bristol Post greinir frá þessu í dag.

Hörður var nálægt því að ganga í raðir Rostov undir lok félagaskiptagluggans í ágúst en pappírarnir fyrir félagaskiptin náðu ekki í gegn í tæka tíð.

Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson gekk í raðir Rostov á dögunum en fyrir hjá félaginu er varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason.

Bristol Post segir að Rostov sé að undirbúa nýtt tilboð í Hörð. Hins vegar er Hörður sagður vera ánægður núna í herbúðum Bristol og því sé ólíklegt að hann fari til Rússlands.

Ítalska félagið SPAL 2013 vill einnig fá Hörð á láni en Bristol Post segir ólíklegt að hann vilji fara frá félaginu í þessum mánuði.

Hörður átti ekki fast sæti í liði Bristol í byrjun tímabils en undanfarnar vikur hefur hann fengið fleiri tækifæri. Hörður byrjaði gegn Manchester City í enska deildabikarnum í síðustu viku en hann kom inn á sem varamaður undir lokin gegn Norwich um helgina.
Athugasemdir
banner
banner