Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 11:20
Magnús Már Einarsson
Snýr Carrick loksins aftur í kvöld?
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick gæti snúið aftur í lið Manchester United eftir fjögurra mánaða fjarveru gegn Stoke á Old Trafford í kvöld.

Carrrick hefur einungis spilað einn leik á tímabilinu en í október greindist hann með óreglulegan hjartslátt í læknisskoðun. Carrick æfði með Manchester United í æfingaferð í Dubai á dögunum og hann gæti snúið aftur í hóp í kvöld.

Anthony Martial er hins vegar tæpur fyrir leikinn í kvöld en hann meiddist í æfingaferðinni í Dubai.

Meiðslin eru smávægileg en þar sem United á framundan leiki gegn Burnley, Yeovil Town og Tottenham Hotspur þá gæti Frakkinn fengið hvíld í kvöld.

Antonio Valencia er klár eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla en þeir Eric Bailly og Zlatan Ibrahimovic eru báðir áfram á meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner