Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 15. janúar 2018 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Hafliði Breiðfjörð, Fótbolta.net: Geggjað! Það er svona gaman að sjá Liverpool loksins vinna leik. Þurfti fimm tilraunir en geggjað að gera það svo svona í sjö marka leik. #fotboltinet
Hafliði Breiðfjörð, Fótbolta.net: Geggjað! Það er svona gaman að sjá Liverpool loksins vinna leik. Þurfti fimm tilraunir en geggjað að gera það svo svona í sjö marka leik. #fotboltinet
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Hér má sjá brot af umræðunni á samskiptamiðlinum Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet.



Daníel Ólafsson, fótboltaáhugamaður:
Ég startaði víkingaklappi á Wembley um helgina. Tóku sirka 40 manns þátt. Ég skammast mín ekkert fyrir það.

Birkir Björnsson, fótboltaáhugamaður:
Og verðlaunin fyrir minnst spennandi þjálfararáðningu áratugarins fær Stoke City! #fotboltinet

Magnús Þór Jónsson, kop.is:
Tvö LANG skemmtilegustu fótboltalið Englands...svona á að spilaa íþróttina!!! VÁÁÁÁÁ!!!!!

Hjalti Magnússon, stuðningsmaður Liverpool:
Hahaha munið þið þegar allir voru að hlæja að Oxlade Chamberlain kaupunum. Hvar eru þeir snillingar í dag? Elska gæjann. #kopis #fotboltinet

Guðjón Guðmundsson, Stöð 2 Sport:
Karius er ekki sá baktus sem menn halda. Hefur afar marga kosti. Fljótur að koma boltanum í leik. 24 ára og á öll sín bestu ár eftir. Eina.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra:
Er búinn að gleyma Couthino. Chamberlain er búinn að taka við. Takk Arsenal 😊#fotbolti #fotboltinet

Enski, Viðar Skjóldal:
Mínir menn ætla að taka annað sætið og eiga fullkomin séns á því.. Erum að spila best af öllum liðum deildarinnar i dag og ef Klopp galdrar fram einn mann í stað Coutinho NÚNA!! má er annað sætið okkar... #fotboltinet

Bjarki Eiríksson, fótboltaáhugamaður:
Mér finnst ég ekki fara inn á @Fotboltinet án þess að lesa nýja frétt um leikmenn sem eru að yfirgefa Arsenal. Þetta fer að verða eins og fréttir af United Silicon 2017. Maður hugsar bara hvað næst?! #fotboltinet #hvaðnæst

Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal:
Í liði Arsenal í dag eru tveir leikmenn sem eru byrjunarliðsmenn í sínu landsliði: Iwobi og Xhaka. Breyttir tímar.

Hörður Magnússon, Stöð 2 Sport:
Andre Marriner sýndi og sannaði enn og aftur í gær að hann er langbesti domarinn í úrvalsdeildinni. Hann hefur allt sem maður vill sjá í dómara. #marriner


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner