Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. janúar 2018 21:17
Magnús Már Einarsson
Viktor Karl á reynslu hjá Tromsö
Trial í Tromsö.
Trial í Tromsö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson, miðjumaður AZ Alkmaar og íslenska U21 árs landsliðsins, verður á reynslu hjá norska félaginu Tromsö í þessari viku.

Hinn tvítugi Viktor Karl lék í yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór til AZ árið 2013.

Aron Sigurðarson er á mála hjá Tromsö og nú gæti Viktor Karl mögulega einnig gengið í raðir félagsins.

„Viktor er með sama umboðsmann (Total Football) og Aron. Við höfum fylgst með honum í þónokkurn tíma en það hefur verið svolítið erfitt því hann hefur ekki spilað marga leiki," sagði Svein-Morten Johansen yfirmaður íþróttamála hjá Tromsö í viðtali við iTromsø.

„Við höfum séð hann spila með U21 árs landsliðinu sem og á myndböndum. Þessi vika snýst fyrst og fremst um að sjá hann í okkar umhverfi."

Viktor Karl er fastamaður í U21 landsliði Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk í átta leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner