banner
   mán 15. janúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Vill að dómarinn fari í hálfs árs bann eftir að hann sparkaði í leikmann
Tony Chapron rekur Mario Balotelli af velli á síðasta tímabili.  Chapron gæti nú sjálfur átt von á refsingu eftir ótrúlegt atvik í gær.
Tony Chapron rekur Mario Balotelli af velli á síðasta tímabili. Chapron gæti nú sjálfur átt von á refsingu eftir ótrúlegt atvik í gær.
Mynd: Getty Images
Waldemar Kita, forseti Nantes, er trylltur út í dómarann Tony Chapron eftir 1-0 tap liðsins gegn PSG í gær. Chapron komst heldur betur í fréttirnar þegar hann sparkaði í leikmann Nantes í leiknum og sýndi honum síðan rauða spjaldið!

Diego Carlos, varnarmaður Nantes, var að spretta til baka og hljóp, að því er virðist óvart, utan í Chapron dómara sem féll til jarðar í kjölfarið eins og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni.

Chapron brást ókvæða við og sparkaði í áttina að Carlos. Þegar þeir voru svo báðir komnir á fætur fékk Carlos að líta rauða spjaldið frá Chapron.

Kita, forseti Nantes, vill að Chapron verði settur í langt bann frá dómgæslu eftir atvikið.

„Ég fékk 20 SMS víðsvegar úr heiminum þar sem allir sögðu við mig að dómarinn væri brandari. Hvað á ég að segja við ykkur? Ef ég tala of mikið þá fer ég fyrir aganefnd. Við eigum ekki rétt á að segja neitt," sagði Kita við fjölmiðla eftir leik.

„Það er skandall að sjá þetta. Við gáfum leikmanni rautt spjald sem gerði ekkert. Hvar erum við stödd? Hann þarf að fara aftur í skólann. Þetta fær mig til að hlæja á endanum. Ég hef aldrei séð þetta áður. Hann ætti að fara í sex mánaða bann. Ef við hefðum gert þetta þá hefðum við farið í sex mánaða bann."

Franska knattspyrnusambandið hefur þegar sett Chapron í bann en á eftir að ákveða hve lengi það mun vara.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner