Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. febrúar 2014 13:56
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Öruggur sigur ÍA á BÍ/Bolungarvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 3 - 0 BÍ/Bolungarvík
1-0 Andri Adolphsson ('43 )
2-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('71, víti )
3-0 Sindri Snæfells Kristinsson ('77 )

ÍA sigraði BÍ/Bolungarvík með þremur mörkum gegn engu í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag.

Það leit allt út fyrir að fyrri hálfleikurinn yrði markalaus en Andri Adolphsson, leikmaður ÍA, hélt þó ekki og kom Skagamönnum yfir.

Garðar Bergmann Gunnlaugsson bætti við öðru marki fyrir ÍA á 71. mínútu en hann skoraði þá af punktinum. Sindri Snæfells Kristinsson gulltryggði svo sigurinn sex mínútum síðar og lokatölur því 3-0.

Bæði lið voru með ansi sterk lið í dag en BÍ/Bolungarvík stillti upp nýju leikmönnunum sínum á borð við David Sinclair, Björgvin Stefánsson og Magnús Þór Gunnarsson. Þá voru þeir Ingimar Elí Hlynsson og Arnór Snær Guðmundsson í byrjunarliði Skagamanna.
Athugasemdir
banner
banner