Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 15. febrúar 2016 09:56
Magnús Már Einarsson
Daniel Ivanovski aftur í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ivanovski, varnarmaðurinn öflugi, sem lék með Fjölnismönnum fyrri hluta síðasta tímabils hefur skrifað undir nyjan samning við félagið.

Ivanovski mun því spila með Grafarvogsliðinu í Pepsi-deildinni sumar.

Ivanovski var öflugur í vörn Fjölnis í byrjun móts í fyrra en hann óskaði eftir að vera leystur undan samningi í júní af fjölskylduástæðum.

Fjölnir fékk spænska varnarmanninn Jonathan Neftali til að fylla skarð Ivanovski í fyrrasumar en hann fór frá liðinu í haust líkt og fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson sem fór í FH.

Fjölnismenn hafa því verið í leit að miðverði og nú hafa þeir samið við Ivanovski. Fleiri lykilmenn hafa farið frá Fjölni undanfarið líkt og Aron Sigurðarson og Kennie Chopart en nú hefur liði fengið liðsstyrk.

Ivanovski er 32 ára Makedóníumaður en hann lék í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann kom til Fjölnis í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner