Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. febrúar 2017 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Getur Arsenal lokað á Bæjara?
Bjössi Hreiðars og Tryggvi Guðmunds spá.
Bjössi Hreiðars og Tryggvi Guðmunds spá.
Mynd: Fótbolti.net
Verður Ospina maður leiksins í Þýskalandi?
Verður Ospina maður leiksins í Þýskalandi?
Mynd: Getty Images
Það var þrumustuð í Meistaradeildinni í gær og vonandi heldur það áfram í kvöld þegar tveir leikir verða í 16-liða úrslitum. Báðir hefjast 19:45.

Tryggvi Guðmundsson markahrókur og Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals halda áfram að spá í spilin.

Fótbolti.net mun einnig koma með sína spá og verður keppni þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.



Tryggvi Guðmundsson:

Real Madrid 3 - 1 Napoli
Real eru einfaldlega sterkari og ég er ekki frá því að stórtap Barcelona í gær gefi þeim extra púður. Verða samt værukærir og fá á sig mark sem þýðir að þetta verður enn leikur þegar liðin mætast á Ítalíu.

Bayern München 2 - 0 Arsenal
Hér er ég að tippa með höfðinu en ekki hjartanu og höfuðið segir mér einfaldlega að Bayern séu mun sterkari en Arsenal þessa stundina og sigli heim nokkuð öruggum sigri og halda hreinu. Vona samt að þessi haus minn sé ekki í lagi, sem er ekki fjarri lagi😊

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Real Madrid 2 - 0 Napoli
Madrídingar eru staðráðnir í að vinna Meistaradeildina aftur og fyrsta liðið til að ná því tvö ár í röð. Gætu jafnvel unnið stærri sigur en með tveimur.

Bayern München 2 - 1 Arsenal
Held að nú þegar Arsenal fær loks að byrja á útivelli þá gera þeir það vel. Tapa samt en gefa sjálfum sér góða möguleika í seinni leiknum með að skora útivallarmark.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Real Madrid 3 - 0 Napoli
Napoli hefur verið á hörkuskriði og langt síðan liðið tapaði leik. En þarna eru þeir komnir í verkefni af allt annarri stærðargráðu en þeir hafa verið í. Afskaplega öruggur heimasigur framundan.

Bayern München 1 - 1 Arsenal
Arsenal er mætt í fjórða sætið sitt í deildinni og titilvonirnar farnar. Ég segi að þeir nái að gíra sig í afskaplega góð úrslit í Þýskalandi. David Ospina maður leiksins.



Staðan í Meistaraspánni:
Sigurbjörn 1
Tryggvi 0
Fótbolti.net 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner