Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. febrúar 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Costa í viðræðum um nýjan samning við Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea er í viðræðum við framherjann Diego Costa um nýjan samning en Sky greinir frá þessu.

Sky segir þó ekki rétt sem kom fram í The Sun í morgun að Costa sé búinn að ganga frá nýjum samningi.

Costa var orðaður við Tianjin Quanjian í Kína í janúar glugganum en ekkert varð að félagaskiptum hans þangað.

Chelsea vill halda Costa og framlengja samning sinn við leikmanninn en núverandi samningur rennur út sumarið 2019.

Costa hefur skorað 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili með Chelsea en hann kom til félagsins frá Atletico Madrid sumarið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner