Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 15. febrúar 2017 10:30
Þorsteinn Haukur Harðarson
Griezmann efast um að enska deildin henti sér
Griezmann unir sér vel á Spáni.
Griezmann unir sér vel á Spáni.
Mynd: Getty Images
Frakkinn Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid, hefur efasemdir um að enska úrvalsdeildin í knattspyrnu myndi henta sér.

Griezmann er reglulega orðaður við mörg af bestu liðum heimsins og hann ræddi hlutina í viðtali á dögunum.

„Ég fylgist vel með enska boltanum og mér finnst hann skemmtilegur en ef ég yrði að velja á milli myndi ég velja spænsku deildina frekar. Hún hentar mínum leikstíl betur. Svo hef ég líka efasemdir um veðrið á Englandi," sagði Griezmann.

Þá sagðist hann ekki reikna með því að fara til Barcelona eða Real Madrid.

„Barcelona er vel mannað fram á við með Neymar, Messi og Suarez. Ég hef verið svo lengi með Atletico Madrid að ég gæti ekki farið til Real.

Hann útilokaði einnig fleiri möguleika. „Það heillar mig ekki að fara til Þýskalands og ég er ekki tilbúinn að fara til Frakklands akkúrat núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner