Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. febrúar 2017 11:47
Magnús Már Einarsson
Guðlaugur Victor orðinn fyrirliði Esbjerg
Guðlaugur Victor er í tæklingu með fyrirliðabandið í leik fyrir áramót.  Hann er nú orðinn fyrirliði Esbjerg til frambúðar.
Guðlaugur Victor er í tæklingu með fyrirliðabandið í leik fyrir áramót. Hann er nú orðinn fyrirliði Esbjerg til frambúðar.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson er orðinn fyrirliði hjá Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni.

Guðlaugur Victor var með fyrirliðabandið stóran hluta af fyrri hluta tímabils í Danmörku þar sem fyrirliðinn Jeppe Andersen var frá keppni.

Jeppe er á förum frá Esbjerg þegar samningur hans rennur út í sumar og Guðlaugur Victor er nú orðinn fyrirliði liðsins til frambúðar.

Guðlaugur Victor er 25 ára gamall en hann kom til Esbjerg frá Helsingborg í Svíþjóð árið 2015.

Esbjerg er í 12. sæti af 14 liðum í dönsku úrvalsdeildinni og í fallbaráttu.

Síðari hluti móts í Danmörku hefst á föstudag. Esbjerg á þá heimaleik gegn SønderjyskE.
Athugasemdir
banner
banner