mið 15. febrúar 2017 12:22
Elvar Geir Magnússon
Knattspyrnusambandið kvartar yfir hárgreiðslum
Þessi klipping er litin hornauga í Suður arabísku furstadæmunum.
Þessi klipping er litin hornauga í Suður arabísku furstadæmunum.
Mynd: Getty Images
Asamoah Gyan, fyrrum leikmaður Sunderland, er meðal 46 leikmanna sem knattspyrnusambandið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent viðvörun þar sem hárgreiðslur þeirra samræmast ekki reglum sambandsins.

Ef menn hlýða ekki og láta klippa sig verður gripið til sekta og leikbanna.

Ganverjinn Gyan spilar fyrir Al Ahli en knattspyrnusambandið er með strangar reglur þegar kemur að hárgreiðslum. Hanakambar og greiðslur þar sem aðeins hluti af hárinu er rakað.

Dómarar leiksins eiga að sjá um að meta hvort leikmenn séu með greiðslur við hæfi en 2012 var markvörðurinn Waleed Abdullah skipað af dómaranum að klippa sig fyrir leik með Al Shabab.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er óttast að krakkar muni herma eftir þessum greiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner