Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. febrúar 2017 10:40
Magnús Már Einarsson
Luis Enrique gefst ekki upp: Af hverju ekki að dreyma?
Gefst ekki upp.
Gefst ekki upp.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, er ekki búinn að leggja árar í bát þrátt fyrir 4-0 tap liðsins gegn PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Ekkert lið hefur áður náð að snúa við forystunni eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0 í Meistaradeildinni.

„Þetta er gríðarlega erfitt en við förum á okkar heimavöll núna og þurfum hetjulega frammistöðu þar. Af hverju ekki að láta sig dreyma?" sagði Enrique eftir leikinn í gær.

„Þetta er erfitt. Þeir voru betri frá byrjun. Þetta var skelfilegt kvöld hjá okkur og við vorum klárlega slakari."

„Það er lítið meira að segja. PSG gerði það sem við bjuggumst við og náðu sinni bestu frammistöðu á meðan við vorum með okkar slökustu frammistöðu."


Athugasemdir
banner
banner
banner