Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. febrúar 2017 14:40
Elvar Geir Magnússon
Maradona segir fjölmiðla ljúga
Rocio Oliva og Maradona.
Rocio Oliva og Maradona.
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Maradona segir í tilkynningu á Facebook að hann skilji ekki hvaða fjölmiðlafár sé í gangi. Ýmsir miðlar fullyrða það að lögreglan hafi yfirheyrt Maradona og unnustu hans, Rocio Oliva, eftir heiftarlegt rifrildi þeirra á milli á hóteli í Madríd.

Maradona er á Spáni til að horfa á sína menn í Napoli leika gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

Spænskir miðlar segja að Oliva hafi sjálf hringt og tilkynnt um að Maradona hefði ráðist á sig. Diego segir að þetta séu lygasögur.

„Ég er í Madríd með fjölskyldu minni og bíð eftir leiknum hjá Napoli. Lögmaður minn hefur talað við spænsk stjórnvöld. Það voru engar kvartanir vegna mín og enginn getur útskýrt þennan fjölmiðlasirkus. Ég er að eiga frábæra tíma hér í Madríd," skrifaði Maradona.
Athugasemdir
banner
banner