Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. febrúar 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Myndband: Hannes stýrði víkingaklappinu fyrir stjörnur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru í Mónakó í gærkvöldi þar sem hin virtu Laureus verðlaun voru afhent.

Ísland var tilnefnt í tveimur flokkum. Íslenska landsliðið var tilnefnt í flokknum „Breakthrough of the Year" fyrir frammistöðuna ógleymanlegu á Evrópumótinu í Frakklandi. Formúlukappinn Nico Rosberg vann í þeim flokki.

Þá var Víkingaklappið sem leikmenn og stuðningsmenn tóku eftir sigurinn á Englandi tilnefnt í flokknum augnablik ársins. Þar var það U12 ára lið Barcelona sem vann verðlaunin.

Víkingaklappið var hins vegar að sjálfsögðu tekið á hátíðinni og Hannes stýrði því fyrir fólkið á svæðinu eins og sjá má hér að neðan.

Á meðal stjarna sem voru á hátíðinni voru hlauparinn Usain Bolt og sundmaðurinn Michael Phelps. Englandsmeistarar Leicester voru með sína fulltrúa á svæðinu og Hollywood leikarinn Hugh Grant var kynnir á hátíðinni. Hér að neðan má sjá Hannes stýra klappinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner