Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 15. febrúar 2017 13:20
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu Hemma Gunn og Ríkharð rifja upp svakalegan sigur á Svíum
Tvær goðsagnir sem hafa kvatt okkur.
Tvær goðsagnir sem hafa kvatt okkur.
Mynd: Skjáskot/RÚV
Í myndbroti sem er úr þætti Hermanns Gunnarssonar á RÚV má sjá þegar hann rifjar upp ótrúlegan sigur íslenska landsliðsins gegn Svíum á Melavellinum 1951.

Hann og Ríkharður Jónsson fóru á slóðir Melavallarins þar sem Ríkharður skoraði öll fjögur mörk Íslands í 4-3 sigri.

„Við vorum þrír úr Skagaliðinu sem fórum suður í leikinn. Ég vann til klukkan fjögur - fór heim og tók saman dótið mitt," sagði Ríkharður þegar hann ræddi um leikinn í samtali við Sigmund Ó. Steinarsson í Morgunblaðinu 2001.

Ríkharður rifjaði svo upp mörkin sín fjögur og upplifunina í kringum leikinn með Hemma Gunn.

„Það var mjög létt yfir okkur er við gengum af velli. Einar Halldórsson úr Val kom til mín og sagði léttur í lund; 'Þakka þér fyrir að leyfa okkur að vera með.'"

Ríkharður lést í gær, 87 ára að aldri.

Smelltu hér til að sjá þetta skemmtilega myndbrot
Athugasemdir
banner
banner
banner