mið 15. febrúar 2017 08:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Stærsta Meistaradeildartap Börsunga í fjögur ár
Börsungar voru heillum horfnir í gær.
Börsungar voru heillum horfnir í gær.
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita vann PSG góðan 4-0 sigur gegn Barcelona í Meistaradeildinni í knattspyrnu í gær.

Barcelona hefur ekki tapað svona stórt síðan liðið tapaði 4-0 gegn Bayern Munich í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 2013. Bayern vann síðan seinni leikinn og fór að lokum alla leið í kepnninni.

Barcelona hefur aldrei tapað stærra en 4-0 í Meistaradeildinni en auk þess að gera það í kvöld og árið 2013 tapaði liðið 4-0 gegn AC Milan árið 1994 og gegn Dinamo Kiev árið 1997.

Þá má nefna að lið sem tapar fyrri leik 4-0 hefur aldrei náð að snúa taflinu sér í við í seinni leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner