mið 15. febrúar 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Vonir Man Utd um að fá Griezmann minnka
Powerade
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Diego Costa ætlar að gera nýjan samning við Chelsea samkvæmt slúðrinu.
Diego Costa ætlar að gera nýjan samning við Chelsea samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið á þessum fína miðvikudegi.



Diego Costa (28) er að gera nýjan samning við Chelsea upp á 220 þúsund pund í laun á viku. Costa hefur hafnað háu tilboði frá Kína. (Sun)

Vonir Manchester United um að fá Antoine Griezmann (25) frá Atletico Madrid hafa minnkað en leikmaðurinn hefur efasemdir um að fara til Englands. (Daily Mirror)

Danny Rose (26), vinstri bakvörður Tottenham, hefur hafnað tilboði frá Shanghai SIPG í Kína en það hljóðaði upp á 14,5 milljónir punda í árslaun. (Sun)

Tottenham ætlar að reyna að fá Wilfried Zaha (24) frá Crystal Palace í sumar. (Express)

Franck Kessie (20), miðjumaður Atalanta á Ítalíu, er stoltur af því að Chelsea hafi sýnt áhuga. (London Evening Standard)

Jose Mourinho og Zlatan Ibrahimovic (35) ætla að ræða framtíð Svíans á Old Trafford í þessari viku. (Sun)

Marcus Rashford (19) vill vera áfram hjá Manchester United þrátt fyrir að hafa lítið fengið að spila undir stjórn Mourinho. (Manchester Evening News)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, gæti gert talsverðar breytingar á hópnum fyrir leikina í undankeppni HM í næsta mánuði. Southgate segir að 13. sætið á heimslista FIFA sé ekki nægilega gott fyrri enska landsliðið. (Telegraph)

Mark Noble (29), miðjumaður West Ham, vill ljúka ferli sínum hjá félaginu. (Daily Mail)

Tottenham ætlar að hætta með nafnið White Hart Lane á heimavelli sínum. Chelsea ætlar hins vegar að halda nafninu á Stamford Bridge áfram næstu árin. (Times)

Nabil Bentaleb (21) er nálægt því að ganga í raðir Schalke á 16 milljónir punda frá Tottenham. Bentaleb hefur verið í láni hjá Schalke í vetur. (Daily Mail)

Marcelo Bielsa er að taka við Lille í Frakklandi. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner