Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. febrúar 2018 06:00
Elvar Geir Magnússon
Æðstu menn Tottenham hræddir um að missa Pochettino
Pochettino er 46 ára.
Pochettino er 46 ára.
Mynd: Getty Images
Tottenham hyggst bjóða Mauricio Pochettino nýjan samning til að tryggja það að hann verði stjórinn sem leiði liðið inn á nýjan heimavöll félagsins. Æðstu menn félagsins óttast að geta misst hann.

Pochettino á enn þrjú ár eftir af samningi sínum en er í miklum metum. Margir telja hann einn besta stjórann í boltanum í dag.

Pochettino lék meðal annars með Real Madrid og Paris Saint-Germain á sínum tíma og eru sögusagnir um að félögin hafi áhuga á því að fá hann aftur, núna sem stjóra.

Pochettino skrifaði unfir fimm ára samning við Tottenham 2016 og félagið er ekki undir neinni pressu að hefja viðræður um nýjan. En það vill færa honum hærri laun ef hann ýtir frá sér vaxandi áhuga frá Spáni og Frakklandi.

Pochettino stýrði Tottenham í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Juventus í fyrri leiknum sem fram fór á Ítalíu.

Sjá einnig:
Sjö staðreyndir sem sýna hversu öflugt þetta var hjá Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner